9.6.2009 | 20:28
Kyrrsettning eigna.
Hvað er að heyra,þjóðin á hausnum vegna gengdarlausrar græðgi og spillingar örfárra aðila sem hafa vaðið um alla sjóði landsmanna sem þeir hafa komið höndum yfir og mergsogið allt og alla,peningar hafa horfið í stórum stíl úr landinu, auðvitað ekki horfið af yfirborði jarðar, eitthversstaðar eru þeir bara spurning um hvar þeir séu og enn er ekki komið tilefni til kyrrsetningar eigna þeirra aðila sem valdir eru að bankahruninu.Hvað þarf eiginlega til þurfti kannski að ræna bankabyggingunum líka?
Ekki tilefni til að kyrrsetja eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við hverju er svo sem að búast!
Nýi dómsmálaráðherrann hefur meiri áhyggjur af því hvað verður um söluhagnað af óskilamunum hjá Löggunni en að sinna kannski einhverju mikilvægara. Fyrrverandi dómsmálaráðherra var helfrosinn í fortíð kaldastríðsins og vildi stofna her á Íslandi!
Þvílíkir simpansar sem hér hafa komist til æðstu embætta innan stjórnkerfisins!
Hinn meðal ´´Jón sex litlar bjórdósir´´ hlýtur að efast um að lög, reglur og refsiréttarákvæði nái ekki yfir þá fjárglæpi sem útrásarhyskið (hættum að kalla þessa féfletta víkinga, það er móðgun við forna kappa og margar hetjur þótt innan um hafi verið skúrkar) stundaði hér af miklu kappi.
Hvert málið á fætur öðru hefur fallið um sjálft sig þrátt fyrir augsýnileg brot, t.d. samráð olíufélaganna og fleira gamalt má tína til !
Hvernig væri nú að simpansarnir fari að vakna á morgnanna og þefa af kaffinu og fara að gera eitthvað af viti !
Halli (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.